Fréttir

Jón Eyjólfur tekur fullan þátt

Jón Eyjólfur Jónsson er öldrunarlæknir á Grundarheimilunum sem tekur fullan þátt þegar eitthvað er um að vera á heimilunum.

Ljúf stund í vinnustofunni

Sumar uppákomur eru bara aðeins betri en aðrar og svoleiðis hlýtur þessi dagsstund að hafa flokkast hér í Mörk. Nýbakaðar vöfflur, sérrístaup, kaffibolli og heitir bakstrar. Þetta var klárlega dekurdagur hjá iðjuþjálfuninni. Hversu ljúft

Líflegt í sjúkraþjálfuninni í Ási

Það er ýmislegt brallað í sjúkraþjálfuninni í Ási. Hjólað, gengið, teygt og togað. Andrúmsloftið er létt og notalegt og allir sem koma út glaðir og sælir með að hafa nú tekið á og liðkað sig. Svo er náttúrulega ekkert eins yndislegt og að enda þjálfunina á heitum bökstrum og afslöppun.

Helgistund í Vesturási

Það var boðið upp á helgistund í Vesturási nýlega sem Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni stýrði. Það var vel mætt í stundina og heimilisfólkið lýsti yfir ánægju með að koma saman og eiga notalega stund með þessum hætti.

Þorrahlaðborð og lopapeysur

Bóndadegi var fagnað í Ási. Sönghópurinn Tjaldur kom og tók þorralög fyrir heimilisfólkið í hádeginu. Sönghópurinn gæddi sér síðan af þorrahlaðborðinu í boði hússins og að lokum tóku þau þorralögin fyrir starfsfólkið við góðar undirtektir. Það var gaman að sjá hvað fallega var skreytt á heimilunum og kórfélagar í fallegum lopapeysum.

Tónlist og heilabilun

Það er dásamlegt að upplifa hvað tónlist gerir mikið fyrir þá sem eru komnir með heilabilunarsjúkdóma sagði starfsmaður á Grund sem var að vitna í átta vikna námskeið sem er nýhafið á heimilinu undir yfirskriftinni Tónlist og heilabilun. Það er Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og tónlistarkennari sem heldur utanum um námskeiðið en hún hefur lengi tengt tónlist og fólk með heilabilunarsjúkdóma. Grund hlaut styrk frá Oddfellowsystrum í Rbst. Nr.1 Bergþóru til að bjóða upp á námskeiðið og erum við hér á Grund þeim innilega þakklát í stúkunni fyrir að hugsa með þessum hlýhug til heimilisfólksins okkar sem komið er með heilabilunarsjúkdóma.

Eden námskeiðið vel sótt

Það var áhugasamur og flottur hópur frá Grundarheimilunum sem mætti á Eden námskeið Eden Alternative samtakanna nú í ársbyrjun. Margir voru að mæta á þriggja daga námskeið í fyrsta sinn á meðan einhverjir koma til að rifja upp. Grund vinnur þessa mánuðina að því að innleiða Eden hugmyndafræðina og með hækkandi sól verða öll Grundarheimilin þrjú, Grund, Ás og Mörk komin með vottun samtakanna sem Eden heimili. Ás og Mörk hafa um árabil verið vottuð Eden heimili.

Þorralögin sungin í Mörk

Söngstundirnar í Mörk eru ávallt vel sóttar og síðast voru þorralögin sungin. Heimilismenn kunnu auðsjáanlega vel að meta lagavalið því þeir tóku hressilega undir og salurinn ómaði af indælum söng.

Prjónaklúbburinn vinsæll

Á mánudögum hittast heimiliskonur á Litlu og Minni Grund og prjóna saman. Þórhalla, sem vinnur í iðju og félagsstarfi, heldur utan um stundirnar sem eru afskaplega notarlegar. Herrarnir sem hér búa eru auðvitað líka velkomnir í selskapinn en um þessar mundir eru það eingöngu konur sem mæta í prjónaklúbbinn.

Þorrabingó vinsælt

Það var boðið upp á þorrabingó í vikunni hér á Grund