Fiskidagurinn litli á Grund

Það ríkti tilhlökkun alla vikuna fyrir Fiskideginum litla sem haldinn var nú í fyrsta sinn á Grund. Heimilismenn og starfsfólk skreyttu með úrklippum, blöðrum, veifum, kúlum og baujum. Deildir hér á Grund fengu ný nöfn eins og Lýsuhólar, Síldargata, Rauðmagastræti og svo framvegis. Þá fengum við fiskmeti frá Dalvík, upptökur af tónleikum sem haldnir hafa verið á Fiskideginum mikla á Dalvík og bókina um þessa árlegu skemmtun á Dalvík sem við lásum uppúr. Jón Ólafur kann til verka þegar netahnýtingar eru annarsvegar og sýndi réttu handtökin.  Svo eru gleðisprengjur  hér á Grund sem taka hlutina alla leið eins og Tedda  og Írena á skrifstofunni sem þið sjáið að tóku það alvarlga þegar talað var um að skrifstofan hefði átt að skreyta með appelsínugulum lit þennan daginn.