Flutti Völuspá fyrir heimilisfólk

Við í Ási fengum Jón Gnarr til okkar um daginn og hann flutti fyrir okkur Völuspá. Fólkið okkar varð alveg heillað og margir lyngdu aftur augunum og við sáum varir bærast og það var eins og folk kynni þetta og væri að fara með Völuspána með honum. Það skapaðist mikil umræða um þetta dagana á eftir
"Völuspá hefur alltaf verið mér hugleikin frá því að ég var barn" sagði Jón Grann. "Ég hef undanfarið lagt stund á MFA nám í sviðslistafræðum við Listaháskóla íslands og ákvað að gera flutning á völuspá að lokaverkefni. Ég sem lagið sjálfur en hef notið leiðsagnar Hilmars Arnar Agnarssonar organista og stórmúsíkants. Auk hans koma að verkinu Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Páll á Húsafelli. Ég vel konungsbókarútgáfu Völuspár og hef notið leiðsagnar Gísla Sigurðssonar prófessors hjá Árnastofnun í meðferð og túlkun textans. Boðskapur völuspár er kyngimagnaður og á jafn vel við í dag og þegar hún var samin. "
Verkið verður formlega flutt í Þjóðminjasafni Íslands 26 ágúst og þá bætast söngkonur og lúðrablásarar í hópinn.